Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:49 Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón. Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón.
Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira