Leynast innherjaupplýsingar í kjarasamningum flugliða? Sigurður Jakob Helgason skrifar 20. maí 2020 16:00 Nú fylgjast allmargir landsmenn með kjarasamningsdeilum Icelandair og áhafnar flugfélagsins. Mikil óvissa ríkir hjá félaginu sem hefur endurspeglast í gengi hlutabréfa þess á markaði. Hluthöfum bárust hins vegar góðar fréttir síðastliðinn föstudag þegar tilkynnt var að flugfélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefðu gert með sér nýjan kjarasamning sem á að gilda til 30. september 2025. Við tilkynninguna hækkuðu hlutabréf félagsins um 17.86% frá opnun til lokun markaðar sama dag. Atkvæðagreiðsla flugmanna um samninginn stendur nú yfir og gera má ráð fyrir frekari hækkunum á gengi bréfanna verði hann samþykktur. Áhugavert er að skoða ofangreindar kjarasamningsviðræður með tilliti til bæði birtingar og miðlunar innherjaupplýsinga. Inniheldur kjarasamningurinn innherjaupplýsingar? Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsvirði fjármálagerningana ef opinberar væru. Tvö þessara skilyrða eru augljóslega uppfyllt en kjarasamningurinn hefur ekki verið opinberaður og hann varðar Icelandair með beinum hætti. Þau skilyrði að upplýsingarnar verði að vera nægjanlega tilgreindar og líklegar til að hafa marktæk áhrif eru mun matskenndari skilyrði. Þegar litið er til þess hvort að upplýsingar séu nægjanlega tilgreindar þá þarf að skoða hvort upplýsingarnar séu eitthvað sem hefur þegar gerst (endanlegar upplýsingar) eða eitthvað sem á eftir að gerast (ekki endanlegar upplýsingar). Með framangreint í huga þurfa þær að vera nægilega nákvæmar svo hægt væri að draga ályktun um líkleg áhrif þeirra á verð fjármálagerningana. Hvort þær myndu til dæmis valda hækkun eða lækkun á hlutabréfum félagsins yrðu þær gerðar opinberar. Kjarasamningurinn er endanlegur að því leyti að efni hans liggur skýrt fyrir. Hann er hins vegar ekki endanlegur að því leyti að óvíst er hvort að flugmenn samþykki hann eða ekki. Í gegnum tíðina hafa upplýsingar talist nægjanlega tilgreindar þrátt fyrir að aðstæður bendi til fleiri en eins möguleika. Þá hefur það einnig verið talið svo að atburður í þrepaskiptu ferli getur einn og sér talist nægjanlega tilgreindur. Samrunaviðræður tveggja félaga geta til dæmis fallið hér undir, en þá gæti hvert stig viðræðnanna talist nægjanlega tilgreint þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvort úr samrunanum verði. Hvert þrep viðræðnanna getur því út af fyrir sig talist innherjaupplýsingar sem og loka útkoma þeirra viðræðna. Ef sú túlkun væri heimfærð yfir á yfirstandandi kjarasamningsviðræður þá er hægt að flokka hvert þrep viðræðnanna sem innherjaupplýsingar, þrátt fyrir óvissu loka útkomu þeirra. Þegar meta á hvort að upplýsingar eru líklegar til að hafa marktæk áhrif þá skal litið til þess hvort að líklegt sé að skynsamur fjárfestir myndi nota tilteknar upplýsingar við fjárfestingarákvörðun sína. Launakostnaður Icelandair hefur ávallt numið stórum hlut af tekjum félagsins og haft mikil áhrif á afkomuspár þess. Umræddur kjarasamningur spilar veigamikið hlutverk í tilraunum stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu frá gjaldþroti og liggur fyrir að eitt megin deiluefnið eru launakjör áhafnar. Hvort að kjör flugliða verða skert um 10% eða 40%, tímabundið eða til langstíma, árangurstengd eða ekki, eru til dæmis atriði sem myndu eflaust hafa vægi í ákvörðunartöku fjárfesta. Væri fjárfestir með kjarasamninginn í höndunum þá eru líkur á því að samningurinn yrði notaður sem hluti af þeim grunni sem hann byggi fjárfestingarákvörðun sína á. Sumir myndu telja að sá fjárfestir væri með gott forskot á aðra aðila á markaðnum. Aðrir gætu sagt að kjarasamningurinn sé lítils virði ef fjárfestirinn vissi ekki hver endanleg niðurstaða kosninganna verði. Væri fjárfestir bæði með samninginn sem og upplýsingar um líklega niðurstöðu kosninganna þá myndi sú samanlagða vitneskja án efa flokkast sem innherjaupplýsingar. Mósaík upplýsingar er hugtak sem hefur verið notað um upplýsingar sem einar og sér nægja ekki til þess að hafa marktæk áhrif, en samhliða öðrum upplýsingum sé hægt að draga ályktun um áhrif þeirra og séu því marktækar. Er Icelandair skylt að birta efni kjarasamningsins? Samkvæmt verðbréfaviðskiptalögum ber útgefendum skráðra hlutabréfa skylda til að birta allar innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Skylda þessi er lögð á útgefendur svo að fjárfestar geti tekið upplýsta fjárfestingarákvörðun og verðlagt fjármálagerninga með réttum hætti á jafnræðisgrundvelli. Reglulega hefur almenningi verið tilkynnt um þær kjarasamningsviðræður sem nú standa yfir. Með þeim tilkynningum hefur Icelandair uppfyllt tilkynningarskyldu sína vegna tiltekna þrepa í samningsviðræðum aðilana. Hins vegar hefur efni samningsins sjálfs ekki verið birt opinberlega. Séu innherjaupplýsingar í samningnum þá bæri Icelandair skylda til þess að birta efni hans. Kemur þá aftur til álita það hvort að upplýsingarnar séu endanlegar. Deilt hefur verið um hvort að upplýsingaskylda verði virk um leið og innherjaupplýsingar myndast, þrátt fyrir að vera ekki endanlegar eða hvort hún virkjast þegar þær verða loks endanlegar. Í þessu samhengi má benda á dóm Hæstaréttar í máli Eimskips gegn fjármálaeftirlitinu, en í honum var því slegið föstu að upplýsingaskylda virkjast um leið og innherjaupplýsingar myndast, þrátt fyrir að vera ekki endanlegar. Sú niðurstaða dómsins er í samræmi við túlkun Evrópudómstólsins. Þrátt fyrir þá skyldu félaga að birta innherjaupplýsingar þá er þeim heimilt að fresta slíkri birtingu til að vernda lögmæta hagsmuni félagsins. Fresta má birtingu með þessum hætti svo lengi sem frestunin er ekki líkleg til að villa um fyrir almenningi og útgefandi getur tryggt trúnað upplýsinganna. Lögmætir hagsmunir Icelandair gætu því réttmætt frestun á opinberri birtingu samningsins. Almennt hefur talist lögmætt að fresta birtingu á yfirstandandi samningsviðræðum ef að birting upplýsinga gæti haft áhrif á niðurstöðu eða eðlilegan gang viðræðnanna. Það er ekki auðgert að meta hvort að frestun sé líkleg til að villa um fyrir almenningi. Icelandair og stjórn FÍA hafa haldið almenningi vel upplýstum um gengi viðræðna og ekki fer það leyndu að miklir langtíma hagsmunir Icelandair eru fólgnir í að samningur náist. Allar samskonar tilkynningar sem auka gagnsæi almennings á viðræðunum draga úr líkum á frestunin teljist líkleg til að villa um fyrir almenningi. Felur kosning á kjarasamningunum í sér miðlun innherjaupplýsinga? Að því gefnu að samningurinn sjálfur yrði talinn til innherjaupplýsinga þá er vert að velta því upp að með því að bera hann undir flugliða væri í sjálfu sér verið að miðla til þeirra innherjaupplýsingum. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er miðlun innherjaupplýsinga ólögmæt. Frá meginreglunni er undanþága sem heimilar miðlun þeirra ef hún er gerð í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir. Miðlunin þarf einnig að vera nauðsynleg í þágu félagsins og með lögmæta hagsmuni þess í huga. Það þarf einnig að liggja fyrir ákveðin þörf á innherjaupplýsingunum svo að móttakandi þeirra geti sinnt ákveðinni skyldu. Svo að flugmenn geti kosið um samninginn þá er eðli máls samkvæmt nauðsynlegt að þeir fái í hendurnar efni hans. Þá er miðlunin augljóslega gerð með hagsmuni félagsins að leiðarljósi, en miklir hagsmunir félagsins eru bundnir í því að samningur náist. Þá þarf eining að tryggja trúnað upplýsinganna svo heimilt sé að miðla þeim áfram. Getur Icelandair tryggt trúnað upplýsinganna? Skilyrði frestunar á birtingu innherjaupplýsinga og lögmætrar miðlun þeirra er að hægt sé að tryggja trúnað upplýsinganna. Meta þarf hversu viðkvæmar upplýsingarnar eru og hversu mikil hætta sé á að þær leki út. Í ljósi núverandi stöðu Icelandair er innihald samningsins sérstaklega viðkvæmt. Það er sjaldan að jafn viðkvæmum upplýsingum sé miðlað til jafn margra aðila eins og nú er gert. Því fleiri sem innherjaupplýsingum er miðlað til því meiri er hættan á að þeim sé miðlað áfram til vina eða fjölskyldna, hvort sem það sé gert af ásetningi eða gáleysi. Teljist kjarasamningurinn til innherjaupplýsinga þá er miðlun flugliða á efni hans áður en hann er opinberlega birtur ólögmæt. Teljist samningurinn hins vegar ekki til innherjaupplýsinga sökum þess að vera ekki endanlegur þá getur hann samt sem áður talist til innherjaupplýsinga í höndum flugliðanna sjálfra. Það er möguleiki að í samskiptum sín á milli öðlast flugliðar vitneskju um að raunhæfar líkur séu á að atkvæðagreiðslan endi með einum eða öðrum hætti. Vitneskja um hvernig einn tiltekinn flugliði ætlar að greiða atkvæði telst vart til innherjaupplýsinga, en vitneskja um meirihluta atkvæða telst trúlega til innherjaupplýsinga (mósaík upplýsingar). Flugliðar sem búa þannig bæði yfir samningnum sem og líklegri niðurstöðu kosninganna hafa tvímælalaust í höndum sér innherjaupplýsingar. Þeim upplýsingum væri flugliðum óheimilt að miðla áfram. Í þessu tilliti er enginn greinarmunur gerður á því hvort að sá sem upplýsingunum er miðlað til geri nokkurt við þær upplýsingar eða ekki. Þráttfyrir að reglan hafi verið sett með það að markmiði að draga úr líkum á innherjasvikum þá er það ekki skilyrði að upplýsingarnar séu notaðar til innherjasvika svo að miðlunin teljist ólögmæt. Þá yrði flugliðum einnig óheimilt að ráðleggja öðrum um viðskipti með hlutabréf félagsins á meðan efni samningsins og niðurstaða kosninganna hefur ekki verið birt. Ólögmæti slíkrar ráðleggingar er ekki bundin við það að innherjaupplýsingunum hafi verið miðlað, heldur er ráðleggingin ein og sér ólögmæt. Aðeins einn dómur hefur fallið á Íslandi vegna slíkrar ráðleggingar og var það einmitt í innherjasvikamáli með hlutabréf Icelandair sem féll árið 2019. Verði aðilar sekir um að miðla innherjaupplýsingum þá getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Frestun félags á birtingu innherjaupplýsinga er gerð á eigin ábyrgð félagsins. Félagið er samt sem áður skylt að tilkynna frestunina til fjármálaeftirlitsins. Geti félagið ekki tryggt trúnað upplýsinganna þá skal félagið birta þær án tafar. Sé talið að félagið hafi ekki haft lögmætar forsendur til þess að fresta birtingu innherjaupplýsinga eða miðla þeim áfram getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá gæti félagið einnig skapað sér skaðabótaábyrgð gagnvart fjárfestum, ef vanræksla félagsins, hvort sem í formi athafnar eða athafnarleysis þess ylli fjárfestum tjóni. Til þess að lágmarka þá áhættu sem af þessu stafar þá hefði félagið getað birt samninginn í heild eða tilkynnt opinberlega um efni hans samhliða því að leggja hann fyrir flugliða. Slíkt birting myndi hafa þá þýðingu að upplýsingarnar teljist ekki lengur til innherjaupplýsinga og því væri engin hætta á ólögmætri meðferð þeirra. Slík birting myndi þó hafa veruleg áhrif á eðlilegan gang þeirra samningsviðræðna sem nú standa yfir. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Nú fylgjast allmargir landsmenn með kjarasamningsdeilum Icelandair og áhafnar flugfélagsins. Mikil óvissa ríkir hjá félaginu sem hefur endurspeglast í gengi hlutabréfa þess á markaði. Hluthöfum bárust hins vegar góðar fréttir síðastliðinn föstudag þegar tilkynnt var að flugfélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefðu gert með sér nýjan kjarasamning sem á að gilda til 30. september 2025. Við tilkynninguna hækkuðu hlutabréf félagsins um 17.86% frá opnun til lokun markaðar sama dag. Atkvæðagreiðsla flugmanna um samninginn stendur nú yfir og gera má ráð fyrir frekari hækkunum á gengi bréfanna verði hann samþykktur. Áhugavert er að skoða ofangreindar kjarasamningsviðræður með tilliti til bæði birtingar og miðlunar innherjaupplýsinga. Inniheldur kjarasamningurinn innherjaupplýsingar? Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsvirði fjármálagerningana ef opinberar væru. Tvö þessara skilyrða eru augljóslega uppfyllt en kjarasamningurinn hefur ekki verið opinberaður og hann varðar Icelandair með beinum hætti. Þau skilyrði að upplýsingarnar verði að vera nægjanlega tilgreindar og líklegar til að hafa marktæk áhrif eru mun matskenndari skilyrði. Þegar litið er til þess hvort að upplýsingar séu nægjanlega tilgreindar þá þarf að skoða hvort upplýsingarnar séu eitthvað sem hefur þegar gerst (endanlegar upplýsingar) eða eitthvað sem á eftir að gerast (ekki endanlegar upplýsingar). Með framangreint í huga þurfa þær að vera nægilega nákvæmar svo hægt væri að draga ályktun um líkleg áhrif þeirra á verð fjármálagerningana. Hvort þær myndu til dæmis valda hækkun eða lækkun á hlutabréfum félagsins yrðu þær gerðar opinberar. Kjarasamningurinn er endanlegur að því leyti að efni hans liggur skýrt fyrir. Hann er hins vegar ekki endanlegur að því leyti að óvíst er hvort að flugmenn samþykki hann eða ekki. Í gegnum tíðina hafa upplýsingar talist nægjanlega tilgreindar þrátt fyrir að aðstæður bendi til fleiri en eins möguleika. Þá hefur það einnig verið talið svo að atburður í þrepaskiptu ferli getur einn og sér talist nægjanlega tilgreindur. Samrunaviðræður tveggja félaga geta til dæmis fallið hér undir, en þá gæti hvert stig viðræðnanna talist nægjanlega tilgreint þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvort úr samrunanum verði. Hvert þrep viðræðnanna getur því út af fyrir sig talist innherjaupplýsingar sem og loka útkoma þeirra viðræðna. Ef sú túlkun væri heimfærð yfir á yfirstandandi kjarasamningsviðræður þá er hægt að flokka hvert þrep viðræðnanna sem innherjaupplýsingar, þrátt fyrir óvissu loka útkomu þeirra. Þegar meta á hvort að upplýsingar eru líklegar til að hafa marktæk áhrif þá skal litið til þess hvort að líklegt sé að skynsamur fjárfestir myndi nota tilteknar upplýsingar við fjárfestingarákvörðun sína. Launakostnaður Icelandair hefur ávallt numið stórum hlut af tekjum félagsins og haft mikil áhrif á afkomuspár þess. Umræddur kjarasamningur spilar veigamikið hlutverk í tilraunum stjórnenda Icelandair til að bjarga félaginu frá gjaldþroti og liggur fyrir að eitt megin deiluefnið eru launakjör áhafnar. Hvort að kjör flugliða verða skert um 10% eða 40%, tímabundið eða til langstíma, árangurstengd eða ekki, eru til dæmis atriði sem myndu eflaust hafa vægi í ákvörðunartöku fjárfesta. Væri fjárfestir með kjarasamninginn í höndunum þá eru líkur á því að samningurinn yrði notaður sem hluti af þeim grunni sem hann byggi fjárfestingarákvörðun sína á. Sumir myndu telja að sá fjárfestir væri með gott forskot á aðra aðila á markaðnum. Aðrir gætu sagt að kjarasamningurinn sé lítils virði ef fjárfestirinn vissi ekki hver endanleg niðurstaða kosninganna verði. Væri fjárfestir bæði með samninginn sem og upplýsingar um líklega niðurstöðu kosninganna þá myndi sú samanlagða vitneskja án efa flokkast sem innherjaupplýsingar. Mósaík upplýsingar er hugtak sem hefur verið notað um upplýsingar sem einar og sér nægja ekki til þess að hafa marktæk áhrif, en samhliða öðrum upplýsingum sé hægt að draga ályktun um áhrif þeirra og séu því marktækar. Er Icelandair skylt að birta efni kjarasamningsins? Samkvæmt verðbréfaviðskiptalögum ber útgefendum skráðra hlutabréfa skylda til að birta allar innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Skylda þessi er lögð á útgefendur svo að fjárfestar geti tekið upplýsta fjárfestingarákvörðun og verðlagt fjármálagerninga með réttum hætti á jafnræðisgrundvelli. Reglulega hefur almenningi verið tilkynnt um þær kjarasamningsviðræður sem nú standa yfir. Með þeim tilkynningum hefur Icelandair uppfyllt tilkynningarskyldu sína vegna tiltekna þrepa í samningsviðræðum aðilana. Hins vegar hefur efni samningsins sjálfs ekki verið birt opinberlega. Séu innherjaupplýsingar í samningnum þá bæri Icelandair skylda til þess að birta efni hans. Kemur þá aftur til álita það hvort að upplýsingarnar séu endanlegar. Deilt hefur verið um hvort að upplýsingaskylda verði virk um leið og innherjaupplýsingar myndast, þrátt fyrir að vera ekki endanlegar eða hvort hún virkjast þegar þær verða loks endanlegar. Í þessu samhengi má benda á dóm Hæstaréttar í máli Eimskips gegn fjármálaeftirlitinu, en í honum var því slegið föstu að upplýsingaskylda virkjast um leið og innherjaupplýsingar myndast, þrátt fyrir að vera ekki endanlegar. Sú niðurstaða dómsins er í samræmi við túlkun Evrópudómstólsins. Þrátt fyrir þá skyldu félaga að birta innherjaupplýsingar þá er þeim heimilt að fresta slíkri birtingu til að vernda lögmæta hagsmuni félagsins. Fresta má birtingu með þessum hætti svo lengi sem frestunin er ekki líkleg til að villa um fyrir almenningi og útgefandi getur tryggt trúnað upplýsinganna. Lögmætir hagsmunir Icelandair gætu því réttmætt frestun á opinberri birtingu samningsins. Almennt hefur talist lögmætt að fresta birtingu á yfirstandandi samningsviðræðum ef að birting upplýsinga gæti haft áhrif á niðurstöðu eða eðlilegan gang viðræðnanna. Það er ekki auðgert að meta hvort að frestun sé líkleg til að villa um fyrir almenningi. Icelandair og stjórn FÍA hafa haldið almenningi vel upplýstum um gengi viðræðna og ekki fer það leyndu að miklir langtíma hagsmunir Icelandair eru fólgnir í að samningur náist. Allar samskonar tilkynningar sem auka gagnsæi almennings á viðræðunum draga úr líkum á frestunin teljist líkleg til að villa um fyrir almenningi. Felur kosning á kjarasamningunum í sér miðlun innherjaupplýsinga? Að því gefnu að samningurinn sjálfur yrði talinn til innherjaupplýsinga þá er vert að velta því upp að með því að bera hann undir flugliða væri í sjálfu sér verið að miðla til þeirra innherjaupplýsingum. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er miðlun innherjaupplýsinga ólögmæt. Frá meginreglunni er undanþága sem heimilar miðlun þeirra ef hún er gerð í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýsingarnar veitir. Miðlunin þarf einnig að vera nauðsynleg í þágu félagsins og með lögmæta hagsmuni þess í huga. Það þarf einnig að liggja fyrir ákveðin þörf á innherjaupplýsingunum svo að móttakandi þeirra geti sinnt ákveðinni skyldu. Svo að flugmenn geti kosið um samninginn þá er eðli máls samkvæmt nauðsynlegt að þeir fái í hendurnar efni hans. Þá er miðlunin augljóslega gerð með hagsmuni félagsins að leiðarljósi, en miklir hagsmunir félagsins eru bundnir í því að samningur náist. Þá þarf eining að tryggja trúnað upplýsinganna svo heimilt sé að miðla þeim áfram. Getur Icelandair tryggt trúnað upplýsinganna? Skilyrði frestunar á birtingu innherjaupplýsinga og lögmætrar miðlun þeirra er að hægt sé að tryggja trúnað upplýsinganna. Meta þarf hversu viðkvæmar upplýsingarnar eru og hversu mikil hætta sé á að þær leki út. Í ljósi núverandi stöðu Icelandair er innihald samningsins sérstaklega viðkvæmt. Það er sjaldan að jafn viðkvæmum upplýsingum sé miðlað til jafn margra aðila eins og nú er gert. Því fleiri sem innherjaupplýsingum er miðlað til því meiri er hættan á að þeim sé miðlað áfram til vina eða fjölskyldna, hvort sem það sé gert af ásetningi eða gáleysi. Teljist kjarasamningurinn til innherjaupplýsinga þá er miðlun flugliða á efni hans áður en hann er opinberlega birtur ólögmæt. Teljist samningurinn hins vegar ekki til innherjaupplýsinga sökum þess að vera ekki endanlegur þá getur hann samt sem áður talist til innherjaupplýsinga í höndum flugliðanna sjálfra. Það er möguleiki að í samskiptum sín á milli öðlast flugliðar vitneskju um að raunhæfar líkur séu á að atkvæðagreiðslan endi með einum eða öðrum hætti. Vitneskja um hvernig einn tiltekinn flugliði ætlar að greiða atkvæði telst vart til innherjaupplýsinga, en vitneskja um meirihluta atkvæða telst trúlega til innherjaupplýsinga (mósaík upplýsingar). Flugliðar sem búa þannig bæði yfir samningnum sem og líklegri niðurstöðu kosninganna hafa tvímælalaust í höndum sér innherjaupplýsingar. Þeim upplýsingum væri flugliðum óheimilt að miðla áfram. Í þessu tilliti er enginn greinarmunur gerður á því hvort að sá sem upplýsingunum er miðlað til geri nokkurt við þær upplýsingar eða ekki. Þráttfyrir að reglan hafi verið sett með það að markmiði að draga úr líkum á innherjasvikum þá er það ekki skilyrði að upplýsingarnar séu notaðar til innherjasvika svo að miðlunin teljist ólögmæt. Þá yrði flugliðum einnig óheimilt að ráðleggja öðrum um viðskipti með hlutabréf félagsins á meðan efni samningsins og niðurstaða kosninganna hefur ekki verið birt. Ólögmæti slíkrar ráðleggingar er ekki bundin við það að innherjaupplýsingunum hafi verið miðlað, heldur er ráðleggingin ein og sér ólögmæt. Aðeins einn dómur hefur fallið á Íslandi vegna slíkrar ráðleggingar og var það einmitt í innherjasvikamáli með hlutabréf Icelandair sem féll árið 2019. Verði aðilar sekir um að miðla innherjaupplýsingum þá getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Frestun félags á birtingu innherjaupplýsinga er gerð á eigin ábyrgð félagsins. Félagið er samt sem áður skylt að tilkynna frestunina til fjármálaeftirlitsins. Geti félagið ekki tryggt trúnað upplýsinganna þá skal félagið birta þær án tafar. Sé talið að félagið hafi ekki haft lögmætar forsendur til þess að fresta birtingu innherjaupplýsinga eða miðla þeim áfram getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá gæti félagið einnig skapað sér skaðabótaábyrgð gagnvart fjárfestum, ef vanræksla félagsins, hvort sem í formi athafnar eða athafnarleysis þess ylli fjárfestum tjóni. Til þess að lágmarka þá áhættu sem af þessu stafar þá hefði félagið getað birt samninginn í heild eða tilkynnt opinberlega um efni hans samhliða því að leggja hann fyrir flugliða. Slíkt birting myndi hafa þá þýðingu að upplýsingarnar teljist ekki lengur til innherjaupplýsinga og því væri engin hætta á ólögmætri meðferð þeirra. Slík birting myndi þó hafa veruleg áhrif á eðlilegan gang þeirra samningsviðræðna sem nú standa yfir. Höfundur er lögfræðingur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun