Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2020 20:25 Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. Vísbendingar eru um að loðna sé í auknum mæli farin að hrygna norðanlands. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undanfarna daga hafa verið að berast fregnir af því að sjómenn allt frá Grímsey og austur fyrir Þistilfjörð séu að veiða þorsk fullan af loðnu. „Það þarf svo sem ekkert að koma okkur á óvart að það sé loðna þar núna í mögum á þorski. En óneitanlega hefðum við helst vilja vera þarna núna og fylgjast með,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Og það er einmitt það sem Birkir og samstarfsmenn hans fá tækifæri til að gera því nú síðdegis ákváðu sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að standa saman að fjórða leitarleiðangrinum frá áramótum. Birkir fagnar niðurstöðunni enda telji hann brýnt að rannsaka loðnuna betur. „Það eru miklar breytingar að eiga sér þarna stað. Ef við viljum geta sagt að við séum að gera þetta á sjálfbæran hátt þá verðum við að leggja meira í rannsóknir heldur en við erum að gera núna, - að mínu mati, persónulega.“ Birkir segir hafrannsóknaskipin bundin í öðrum verkefnum þessa dagana. Því geri hann ráð fyrir að eingöngu veiðiskip verði í leiðangrinum að þessu sinni en starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verði um borð. Erlendur Bogason kafari náði myndum af loðnuseiðum í Eyjafirði og Seyðisfirði núna í janúar og febrúar, sem bendir til þess að loðna hafi hrygnt fyrir norðan og austan.Mynd/Erlendur Bogason. Í frétt Stöðvar 2 má sjá loðnuseiði sem Erlendur Bogason kafari myndaði en hann áætlar að þau séu um fimm mánaða gömul miðað við stærð. Það sem er hins vegar skrítið er að Erlendur myndaði seiðin í Eyjafirði og Seyðisfirði núna í janúar og febrúar. Það bendir til þess að loðna hafi hrygnt fyrir norðan og austan og það í haust en venjulega hrygnir loðnan við suðurströndina síðla vetrar. Birkir fiskifræðingur segir það þó þekkt að loðna hrygni einnig fyrir norðan og jafnvel seinna en fyrir sunnan. Seiðin fyrir norðan vaxi þó hægar í kaldari sjó og því gæti hrygningin þar hafa verið á svipuðum tíma og fyrir sunnan. „Hér áður fyrr þá var það metið svo að þetta væri óverulegt magn, miðað við stóru myndina. En við teljum okkur hafa verið að sjá undanfarin ár svona aukna hrygningu fyrir norðan en höfum ekki alveg magnið á því hvernig það skiptist, til dæmis milli norðurs og suðurs, - hvar hrygningin fer að mestu fram.“ Hann telur þetta geta tengst því að loðna sæki norðar og vestar í ætisleit. „Það verður til þess að maður veltir fyrir sér hvenær kemur að því að hún hafi kannski ekki orku eða tíma til að komast suður fyrir, eins og hefðbundin gönguleið er,“ segir Birkir Bárðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. Vísbendingar eru um að loðna sé í auknum mæli farin að hrygna norðanlands. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undanfarna daga hafa verið að berast fregnir af því að sjómenn allt frá Grímsey og austur fyrir Þistilfjörð séu að veiða þorsk fullan af loðnu. „Það þarf svo sem ekkert að koma okkur á óvart að það sé loðna þar núna í mögum á þorski. En óneitanlega hefðum við helst vilja vera þarna núna og fylgjast með,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Og það er einmitt það sem Birkir og samstarfsmenn hans fá tækifæri til að gera því nú síðdegis ákváðu sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að standa saman að fjórða leitarleiðangrinum frá áramótum. Birkir fagnar niðurstöðunni enda telji hann brýnt að rannsaka loðnuna betur. „Það eru miklar breytingar að eiga sér þarna stað. Ef við viljum geta sagt að við séum að gera þetta á sjálfbæran hátt þá verðum við að leggja meira í rannsóknir heldur en við erum að gera núna, - að mínu mati, persónulega.“ Birkir segir hafrannsóknaskipin bundin í öðrum verkefnum þessa dagana. Því geri hann ráð fyrir að eingöngu veiðiskip verði í leiðangrinum að þessu sinni en starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verði um borð. Erlendur Bogason kafari náði myndum af loðnuseiðum í Eyjafirði og Seyðisfirði núna í janúar og febrúar, sem bendir til þess að loðna hafi hrygnt fyrir norðan og austan.Mynd/Erlendur Bogason. Í frétt Stöðvar 2 má sjá loðnuseiði sem Erlendur Bogason kafari myndaði en hann áætlar að þau séu um fimm mánaða gömul miðað við stærð. Það sem er hins vegar skrítið er að Erlendur myndaði seiðin í Eyjafirði og Seyðisfirði núna í janúar og febrúar. Það bendir til þess að loðna hafi hrygnt fyrir norðan og austan og það í haust en venjulega hrygnir loðnan við suðurströndina síðla vetrar. Birkir fiskifræðingur segir það þó þekkt að loðna hrygni einnig fyrir norðan og jafnvel seinna en fyrir sunnan. Seiðin fyrir norðan vaxi þó hægar í kaldari sjó og því gæti hrygningin þar hafa verið á svipuðum tíma og fyrir sunnan. „Hér áður fyrr þá var það metið svo að þetta væri óverulegt magn, miðað við stóru myndina. En við teljum okkur hafa verið að sjá undanfarin ár svona aukna hrygningu fyrir norðan en höfum ekki alveg magnið á því hvernig það skiptist, til dæmis milli norðurs og suðurs, - hvar hrygningin fer að mestu fram.“ Hann telur þetta geta tengst því að loðna sæki norðar og vestar í ætisleit. „Það verður til þess að maður veltir fyrir sér hvenær kemur að því að hún hafi kannski ekki orku eða tíma til að komast suður fyrir, eins og hefðbundin gönguleið er,“ segir Birkir Bárðarson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05