Rannsaka veðmálasvindl í Danmörku: Fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar grunaður Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 08:00 Jores Okore er mögulega í vandræðum. vísir/getty Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið. Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið.
Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira