Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert. Rætt verður við Lilju í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún telur brýnt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Sjúklingar týnast enn inn á Covid-göngudeildina sem glíma við eftirstöðvar sjúkdómsins. Dæmi eru um að veiruagnir mælist enn í fólki rúmum fjórum vikum eftir greiningu. Rætt verður við lækni í fréttatímanum sem segir mikla þekkingu hafa skapast sem mun nýtast ef faraldurinn tekur sig upp aftur.

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×