Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:20 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12
Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06