Meintir handrukkarar þurfa að víkja úr dómsal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2020 11:07 Mennirnir þurfa, allir nema einn, að víkja þegar brotaþolar gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjórir af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri þurfa að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá sneri Landsréttur við öðrum úrskurði sama héraðsdóms sem hafði ekki fallist á að sakborningar þyrftu að víkja þegar fórnarlamb í stunguárás gæfi skýrslu í tengslum við annað mál. Fyrra málið tengist sem fyrr segir handrukkunarmáli þar sem mönnunum fimm er gefið að sök að hafa átt aðild að því að frelsissvipta annan mann. Eru þeir grunaðir um að hafa svipt brotaþola frelsinu í meira en fimm klukkustundir til að knýja á um greiðslu skuldar við einn af þeim sem ákærður er í málinu. Fórnarlambið sagðist treysta sér illa til þess að gefa skýrslu fyrir dómi með hina grunuðu viðstadda í dómsal, hann upplifi stöðugan ótta við menninna. Lagt var fram mat geðlæknis sem taldi verulegar líkur á því að nærvera mannanna við skýrslugjöf fórnarlambsins myndi hafa áhrif á framburð þess. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir fimm ættu að víkja. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms, utan þess að einn fimmmenninganna þarf ekki að víkja úr dómsal, þar sem honum er ekki gefið að sök að hafa framið ofbeldisbrot gegn fórnarlambinu. Þá tók Landsréttur einnig fyrir kæru brotaþola í hnífstungumáli á Akureyri en hann hafði krafist þess að sakborningarnir í málinu myndu yfirgefa dómsal á meðan það gaf skýrslu. Hann sé enn hræddur við árásarmenninna og fólk sem þekki þá. Héraðsdómur hafnaði kröfu fórnarlambsins en Landsréttur sneri úrskurðinum við, og þurfa sakborningarnar tveir því að víkja úr dómsal á meðan fórnarlamið gefur skýrslu. Dómsmál Akureyri Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Fjórir af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri þurfa að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá sneri Landsréttur við öðrum úrskurði sama héraðsdóms sem hafði ekki fallist á að sakborningar þyrftu að víkja þegar fórnarlamb í stunguárás gæfi skýrslu í tengslum við annað mál. Fyrra málið tengist sem fyrr segir handrukkunarmáli þar sem mönnunum fimm er gefið að sök að hafa átt aðild að því að frelsissvipta annan mann. Eru þeir grunaðir um að hafa svipt brotaþola frelsinu í meira en fimm klukkustundir til að knýja á um greiðslu skuldar við einn af þeim sem ákærður er í málinu. Fórnarlambið sagðist treysta sér illa til þess að gefa skýrslu fyrir dómi með hina grunuðu viðstadda í dómsal, hann upplifi stöðugan ótta við menninna. Lagt var fram mat geðlæknis sem taldi verulegar líkur á því að nærvera mannanna við skýrslugjöf fórnarlambsins myndi hafa áhrif á framburð þess. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir fimm ættu að víkja. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms, utan þess að einn fimmmenninganna þarf ekki að víkja úr dómsal, þar sem honum er ekki gefið að sök að hafa framið ofbeldisbrot gegn fórnarlambinu. Þá tók Landsréttur einnig fyrir kæru brotaþola í hnífstungumáli á Akureyri en hann hafði krafist þess að sakborningarnir í málinu myndu yfirgefa dómsal á meðan það gaf skýrslu. Hann sé enn hræddur við árásarmenninna og fólk sem þekki þá. Héraðsdómur hafnaði kröfu fórnarlambsins en Landsréttur sneri úrskurðinum við, og þurfa sakborningarnar tveir því að víkja úr dómsal á meðan fórnarlamið gefur skýrslu.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira