Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira