„Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 15:11 Alma Möller landlæknir, til vinstri, og María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, til hægri. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20
Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19
Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59