Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 22:00 Ekki er ljóst hvenær íslenska landsliðið getur lokið undankeppni fyrir næsta Evrópumót, sem líklega verður fært frá 2021 til sumarsins 2022. VÍSIR/VILHELM Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort. Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Jonas Baer-Hoffmann, framkvæmdastjóri Fifpro, og Amanda Vandervort, yfirmaður málefna knattspyrnukvenna hjá samtökunum, segja fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirunnar mikla ógn fyrir knattspyrnu kvenna. Knattspyrnukonur séu að meðaltali með mun styttri samninga við félög, og líkur séu á því að hætt verði við ýmis verkefni sem hafi verið í gangi til að efla kvennaboltann sem verið hefur í mikilli sókn síðustu ár. Leikmönnum og áhorfendum hefur fjölgað mikið, ekki síst eftir vel heppnað heimsmeistaramót í fyrra. Stórmótin nauðsynlegur stökkpallur sem slæmt er að fresta „Þetta hefur allt verið á uppleið en svona jákvæður vöxtur getur verið viðkvæmur. Við sjáum hættu á því að ákveðin verkefni verði slegin út af borðinu eða þeim ekki sinnt eins og áður. Langtímaafleiðingar faraldursins, ef við horfum til jafnréttis og fjölbreytileika íþróttarinnar okkar, gætu orðið mun harkalegri fyrir kvennafótboltann,“ er haft eftir Baer-Hoffmann á vef BBC. Hann sagði knattspyrnukonur ekki eiga eins auðvelt og karla með að taka á sig launaskerðingu þar sem að laun þeirra væru mun lægri. „Það eru nokkrar hættur til staðar. Ein er sú að dregið verði úr þeim fjárfestingum sem við höfum séð undanfarið – við þurfum að halda áfram að fjárfesta í kvennaboltanum til að þróa atvinnumennskuna frekar. Við höfum líka séð að alþjóðlegum mótum hefur verið frestað. Knattspyrna kvenna þarf á þessum stórmótum að halda, eins og HM, EM og Ólympíuleikum, því þarna fá leikmenn frábært svið til að sýna sig og sanna. Þetta er eina alþjóðlega sviðið þar sem þessir leikmenn geta vakið áhuga félaga,“ sagði Baer-Hoffmann. Miklar áhyggjur af því að dregið sé úr fjárfestingum Ólympíuleikunum, þar sem bestu landslið heims leika í fótbolta kvenna án þeirra aldurstakmarka sem eru í karlakeppninni, hefur verið frestað um eitt ár til 2021. Allt virðist benda til þess að EM kvenna verði einnig frestað um eitt ár, til 2022. „Það er núna sem við þurfum að eiga samræður um kvennafótboltann. Ekki eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, heldur núna,“ sagði Vandervort. „Við höfum miklar áhyggjur af því að verið sé að draga úr eða hætta við fjárfestingar í kvennaboltanum. Við þurfum að koma okkur saman um sameiginlega sýn. Saman getum við náð vexti sem stendur undir sér,“ sagði Vandervort.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35