Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 20:10 Símamótið er afar vinsælt en væntanlega fá stelpurnar ekki að koma saman í eins stórum og þéttum hópi og á þessari mynd. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45