Skoða að setja ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins Sylvía Hall og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. apríl 2020 18:16 Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins. Meðal annars er verið að skoða hvort ferðamenn sem koma til landsins þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Sú regla er nú í gildi að allir einstaklingar sem koma til landsins og eru búsettir á Íslandi þurfi að fara í sóttkví. Erlendir ferðamenn geta hins vegar komið til landsins og ferðast um án þess að fara í sóttkví við komuna. Sóttvarnalæknir á von á að þessu verði breytt og hömlur settar á erlenda ferðamenn „Ég tel mikilvægt að við könnum allar leiðir til þess að þetta gildi, einhvers konar hömlur muni gilda líka um þá til þess að tryggja það að við fáum ekki smit hingað til Íslands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Starfshópur skoðar nú hvernig þetta verður útfært og á Þórólfur von á að það liggi fyrir á næstu dögum. Meðal annars sé verið að skoða að ferðamenn sem koma til landsins fari í sóttkví við komuna í tvær vikur. „Ég bendi á að það eru mörg lönd með þetta til dæmis eins og sóttkví. Danmörk, Noregur, fólk er lokað inni ef það fer til Frakklands og það þarf að sæta útgöngubanni. Þannig það eru mjög mismunandi kvaðir sem að hvíla á fólki hvort sem þau eru búsett í þessum löndum eða hvort þau eru að koma sem ferðamenn,“ segir Þórólfur. Ennþá tæplega þrjár vikur í 4. maí Tólf greindust síðastliðinn sólarhring með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir að búast megi við að þeim sem greinast með veiruna haldi áfram að fækka. Engu að síður óttast Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að bakslag geti komið þar sem landsmenn virðast vera meira á ferli nú síðustu daga en áður. „Við fengum svolítið tilfinninguna sérstaklega í gær að svona fólki væri létt og við áttum svo sem von á því að fólki yrði létt að sjá svona hvaða væri en við áttum kannski ekki von á því endilega að fólk byrjaði að hugsa að það væri kominn 4. maí. Það eru enn þá tæpar þrjár vikur þangað til. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá. Við erum enn þá að berjast við þetta af þeim krafti sem við erum búin að vera að gera núna síðustu vikurnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02