Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 03:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Haukurinn Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58