Segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 20:30 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53