Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að hömlur séu settar á erlenda ferðamenn sem koma til landsins en meðal annars er verið að skoða hvort þeim verði gert að fara í tveggja vikna sóttkví.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við ferðaþjónustuna um möguleg áhrif þessa.

Einnig verður rætt við forstjóra Hrafnistu um fyrirhugaðar breytingar á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum.

Þingfundi var óvænt slitið í morgun eftir að þingmaður Pírata gerði athugasemd við að fjöldi þingmanna í salnum bryti gegn sóttvarnarreglum. Rætt verður við forseta Alþingis og þingmenn um málið.

Reiðkennsla við hestafræðideild Háskólans á Hólum hefur tekið töluverðum breytingum vegna kórónuveirunnar. Fjallað verður um það og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×