Skammgóður vermir í Vesturbænum: Eiganda grindverksins langar til þess að vola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 13:42 Vesturbæingur nokkur birti mynd af skemmdunum í dag í hverfishópnum Vesturbærinn. Íbúar eru upp til hópa afar ósáttir með skemmdirnar. Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn. Reykjavík Myndlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira