Vorkennir Daða Frey sérstaklega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:58 Daði Freyr og Gagnamagnið í myndbandinu við lagið Think About Things. Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr Eurovision Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr
Eurovision Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira