Vorkennir Daða Frey sérstaklega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:58 Daði Freyr og Gagnamagnið í myndbandinu við lagið Think About Things. Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr Eurovision Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr
Eurovision Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira