Fótbolti

Tilbúinn að taka á sig launalækkun fyrir draumaskiptin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giroud kom lítið við sögu hjá Chelsea fyrri hlutan á þessu tímabili en hefur fengið fleiri tækifæri eftir áramót.
Giroud kom lítið við sögu hjá Chelsea fyrri hlutan á þessu tímabili en hefur fengið fleiri tækifæri eftir áramót. vísir/getty

Oliver Giroud, framherji Chelsea, er talinn vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til þess að geta farið til draumafélagsins, Inter Milan, en þetta er eitt af því sem kemur fram í pakkanum sem BBC tók saman í morgun.

Giroud var mikið orðaður við ítalska félagið í janúarglugganum en allt kom fyrir ekki og ekkert varð úr félagaskiptunum. Hann fékk svo langþráð tækifæri með Chelsea og stóð sig ansi vel þangað til deildin var sett á ís vega kórónuveirufaraldursins.

Giroud lék undir stjórn Antonio Conte hjá Chelsea og hann er greinilega ólmur í að spila fyrir hann aftur því hann er tilbúinn að taka á sig myndarlega launalækkun til að semja við ítalska félagið í sumar. Núverandi samningur Giroud hjá Chelsea hljómar upp á tæpar sex milljónir punda á ári en hann fær ekki þann samning hjá Inter.

Franski heimsmeistarinn rennur út af samningi hjá Chelsea í sumar en reiknað er að hann semji við Inter til tveggja ára í sumar, með möguleika á þriðja árinu. Hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir Belgann Romelu Lukaku en Lautaro Martinez mun líklega færa sig um set í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×