Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Þyrla Norðurflugs á leið niður í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri til vinstri og Ólafur Eggertsson bóndi til hægri. Stöð 2/Einar Árnason. Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03