Atvinnuleysi gæti náð hæstu hæðum í apríl Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 07:58 Líklegast munu margir útlendingar í ferðaþjónustu fara frá landi þegar ferðatakmörkunum verður aflétt. Vísir/Vilhelm Búast má við því að atvinnuleysi verðið allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Ef það gerist yrði það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Um 40 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar og mun minni brottflutningur frá Íslandi valda þungu höggi á hérlendan vinnumarkað. „Hlutfall útlendinga í ferðaþjónustu er mun hærra á sumrin en á veturna sem bendir til þess að stór hluti vinnuaflsins sé tiltölulega laus. Kemur og fer. Það kemur til með að milda höggið fyrir ferðaþjónustuna en höggið verður eftir sem áður svakalegt,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Fréttablaðið. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir líklegt að þegar ferðatakmörkunum verði aflétt sé líklegt að útlendingar sem hafi starfað í ferðaþjónustu og annarsstaðar muni fara frá landi. Reynslan í kjölfar fjármálarhundsins 2008 sýni það. Brottflutningurinn hafi þó verið minni en búist var við. Útlendingar sem hafi búið hér um lengri tíma, myndað sterkari tengsl við samfélagið og unnið sér inn þokkalegan atvinnuleysisbótarétt, hafi frekar ákveðið að setjast að á Íslandi en að fara. Undanfarin ár hefur útlendingum á vinnumarkaði fjölgað hratt. Hlutfallið var um fjórðungur í fyrra en ellefu prósent árið 2010. „Samhliða fjölgun þeirra á vinnumarkaðinum hefur hlutdeild útlendinga á atvinnuleysisskrá jafnframt vaxið jafnt og þétt en þeir voru um fjörutíu prósent atvinnulausra í lok síðasta árs, eins og áður sagði. Til samanburðar var hlutfallið á bilinu átján til tuttugu prósent á árunum 2012 til 2016,“ segir í Fréttablaðinu. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Búast má við því að atvinnuleysi verðið allt að fimmtán prósent í þessum mánuði. Ef það gerist yrði það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Um 40 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar og mun minni brottflutningur frá Íslandi valda þungu höggi á hérlendan vinnumarkað. „Hlutfall útlendinga í ferðaþjónustu er mun hærra á sumrin en á veturna sem bendir til þess að stór hluti vinnuaflsins sé tiltölulega laus. Kemur og fer. Það kemur til með að milda höggið fyrir ferðaþjónustuna en höggið verður eftir sem áður svakalegt,“ segir Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Fréttablaðið. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir líklegt að þegar ferðatakmörkunum verði aflétt sé líklegt að útlendingar sem hafi starfað í ferðaþjónustu og annarsstaðar muni fara frá landi. Reynslan í kjölfar fjármálarhundsins 2008 sýni það. Brottflutningurinn hafi þó verið minni en búist var við. Útlendingar sem hafi búið hér um lengri tíma, myndað sterkari tengsl við samfélagið og unnið sér inn þokkalegan atvinnuleysisbótarétt, hafi frekar ákveðið að setjast að á Íslandi en að fara. Undanfarin ár hefur útlendingum á vinnumarkaði fjölgað hratt. Hlutfallið var um fjórðungur í fyrra en ellefu prósent árið 2010. „Samhliða fjölgun þeirra á vinnumarkaðinum hefur hlutdeild útlendinga á atvinnuleysisskrá jafnframt vaxið jafnt og þétt en þeir voru um fjörutíu prósent atvinnulausra í lok síðasta árs, eins og áður sagði. Til samanburðar var hlutfallið á bilinu átján til tuttugu prósent á árunum 2012 til 2016,“ segir í Fréttablaðinu.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent