Efast um að ungt fólk átti sig á því grettistaki sem Vigdís lyfti á sínum tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 20:13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira