Ísland með í strandhandbolta á ÓL í París? Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:30 Það má sjá stórglæsileg tilþrif í strandhandbolta og íþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu misseri. TWITTER/@BRABEACHHAND Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Íslenskt landslið í strandhandbolta gæti átt eftir að keppa á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Það er að minnsta kosti stefnan hjá Haraldi Þorvarðarsyni, handboltaþjálfara. Haraldur hefur komið að skipulagningu árlegs strandhandboltamóts hér á landi en þar hefur áherslan verið á að liðin skemmti sér í skrautlegum búningum. Í febrúar sendi alþjóða handknattleikssambandið hins vegar inn formlega beiðni um að strandhandbolti verði spilaður á Ólympíuleikunum 2024 og alvaran í íþróttinni gæti því farið að aukast mikið hér á landi: „Þetta er búið að vera spilað af alvöru úti í heimi en við höfum hingað til meira gert þetta til gamans hérna heima. En nú þurfum við að setja kraft í þetta vegna þess að við viljum auðvitað vera með landslið í strandhandbolta á Ólympíuleikunum eins og önnur lönd,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Í strandhandbolta eru fjórir leikmenn inni á vellinum í hvoru liði; þrír útileikmenn og einn markvörður. Ljóst er að aðstaðan til að spila strandhandbolta er ekki sú besta árið um kring hér á landi en Haraldur hefur ekki miklar áhyggjur af því: „Þetta verða auðvitað bara handboltamenn sem verða teknir í þetta og svo fara fram sérhæfðar strandæfingar úti á strandvelli. Það á eftir að plana það allt nánar.“ Klippa: Sportið í dag - Strandhandbolti á ÓL? Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Sportið í dag Tengdar fréttir Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Stuð á strandhandboltamóti Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað. 13. júlí 2013 18:49