Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir vill setja hömlur á ferðalög til og frá Íslandi og ætlar að senda heilbrigðisráðherra tillögur þessa efnis. Þá hefur Íslensk erfðagreining hafið skimanir fyrir mótefni gegn kórónuveirunni. Fjallað verður nánar um nýjustu tíðindi af áhrifum kórónuveirufaraldursins í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars rýnt í áform um útfærslur á hátíðahöldum á Íslandi í sumar.

Í fréttatímanum höldum við líka áfram að kynna okkur flýtiverkefni stjórnvalda og horfum nú meðal annars til Reykjanesbrautar.

Þá fögnum við níræðisafmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur og ræðum við hana í tilefni af tímamótunum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×