Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 23:00 Dominykas Milka var á meðal þeirra sem sáu um að færa framlínufólkinu veitingar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Sjá meira
„Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Sjá meira
Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42
Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00
Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10
Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33