Bygging snjóflóðavarnagarða tefst vegna fornleifafundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 19:35 Bygging snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Seyðisfjörð mun tefjast vegna fornleifafundar. Vísir/Vilhelm Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu. Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu.
Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15
Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30