Bygging snjóflóðavarnagarða tefst vegna fornleifafundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 19:35 Bygging snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Seyðisfjörð mun tefjast vegna fornleifafundar. Vísir/Vilhelm Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu. Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu.
Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15
Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30