Alþingi mögulega á bakvakt í allt sumar Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 18:51 Ríkið mun greiða lægra hlutfall launa í gegnum hlutabótakerfið en greiða á móti laun starfsmanna sem sagt er upp störfum að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi eftir helgi. Þá verður einnig hægt að stöðva starfsemi fyrirtækja í kennitöluflakki. Forsætisráðherra segir mögulegt að Alþingi verði á bakvakt í sumar. Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í dag nauðsynleg frumvörp vegna síðasta aðgerðapakka og um atvinnurekstrarbann vegna kennitöluflakks og verða þau lögð fyrir þingflokka og Alþingi eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort þörf sé á fleiri frumvörpum á næstu vikum og hversu langt Alþingi muni starfa inn í sumarið. En hún muni funda með formönnum allra flokka um þau mál eftir helgi. Gæti farið svo að þingið verði á útkalli jafnvel út sumarið? Forsætisráðherra segir að fyrst um sinn greiði ríkið kostnað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli á meðan reynsla komi á framkvæmdina.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það ekki ólíklegt í ljósi þess hvað óvissan er enn mikil. Það eru stór mál framundan hvað varðar til að mynda ferðir til og frá landinu. Þannig að það er ekki ólíklegt að þingið verði á bakvaktinni allt sumarið,“ segir Katrín. Áður en landið verði opnað með varfærni hinn 15. júní skipti miklu hvernig gangi að létta takmörkunum vegna veirunnar innanlands. Hagræn greinig á áhrifum opnunarinnar og hvernig staðið verði að sýnatöku á Keflavíkurflugvelli liggi fyrir um mánaðamótin. Hver myndi borga fyrir sýnatöku hvers og eins? „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Þannig að farþegarnir borgi þetta? „Já,“ segir forsætisráðherra. Framkvæmdin ráðist líka af þróun faraldurins hér heima og í öðrum löndum. Ef Evrópusambandið framlengir lokun ytri landamæra Schengen þegar það renni út hinn 15. júní geti farþegar engu að síður komið til Íslands frá norður Ameríku en ekki áfram til Evrópu. Evrópubúar geti einnig komið þaðan og flogið til Norður Ameríku en gæti átt í erfiðleikum með að komast til baka til ríkja Evrópu ef lokun Schengen standi lengi. Fjármálaráðherra segir frumvarp ríkisstjórnarinnar miða að því að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrota fyrirtækja og gera þeim kleyft að leggjast í var.Vísir/Vilhelm Eitt viðamesta frumvarpið sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun er frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framhald hlutabótaleiðarinnar. Það gerir einnig ráð fyrir stuðning til greiðslu launa fólks á uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði. „Sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum. Félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli. En önnur þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli. Með þessu viljum við reyna að forða fjölda gjaldþrotum með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af þeim gætu hlotist.“ Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já það er hugsunin,“ segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30 Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ríkið mun greiða lægra hlutfall launa í gegnum hlutabótakerfið en greiða á móti laun starfsmanna sem sagt er upp störfum að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi eftir helgi. Þá verður einnig hægt að stöðva starfsemi fyrirtækja í kennitöluflakki. Forsætisráðherra segir mögulegt að Alþingi verði á bakvakt í sumar. Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í dag nauðsynleg frumvörp vegna síðasta aðgerðapakka og um atvinnurekstrarbann vegna kennitöluflakks og verða þau lögð fyrir þingflokka og Alþingi eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort þörf sé á fleiri frumvörpum á næstu vikum og hversu langt Alþingi muni starfa inn í sumarið. En hún muni funda með formönnum allra flokka um þau mál eftir helgi. Gæti farið svo að þingið verði á útkalli jafnvel út sumarið? Forsætisráðherra segir að fyrst um sinn greiði ríkið kostnað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli á meðan reynsla komi á framkvæmdina.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það ekki ólíklegt í ljósi þess hvað óvissan er enn mikil. Það eru stór mál framundan hvað varðar til að mynda ferðir til og frá landinu. Þannig að það er ekki ólíklegt að þingið verði á bakvaktinni allt sumarið,“ segir Katrín. Áður en landið verði opnað með varfærni hinn 15. júní skipti miklu hvernig gangi að létta takmörkunum vegna veirunnar innanlands. Hagræn greinig á áhrifum opnunarinnar og hvernig staðið verði að sýnatöku á Keflavíkurflugvelli liggi fyrir um mánaðamótin. Hver myndi borga fyrir sýnatöku hvers og eins? „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Þannig að farþegarnir borgi þetta? „Já,“ segir forsætisráðherra. Framkvæmdin ráðist líka af þróun faraldurins hér heima og í öðrum löndum. Ef Evrópusambandið framlengir lokun ytri landamæra Schengen þegar það renni út hinn 15. júní geti farþegar engu að síður komið til Íslands frá norður Ameríku en ekki áfram til Evrópu. Evrópubúar geti einnig komið þaðan og flogið til Norður Ameríku en gæti átt í erfiðleikum með að komast til baka til ríkja Evrópu ef lokun Schengen standi lengi. Fjármálaráðherra segir frumvarp ríkisstjórnarinnar miða að því að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrota fyrirtækja og gera þeim kleyft að leggjast í var.Vísir/Vilhelm Eitt viðamesta frumvarpið sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun er frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framhald hlutabótaleiðarinnar. Það gerir einnig ráð fyrir stuðning til greiðslu launa fólks á uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði. „Sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum. Félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli. En önnur þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli. Með þessu viljum við reyna að forða fjölda gjaldþrotum með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af þeim gætu hlotist.“ Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já það er hugsunin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30 Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30
Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14
Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent