Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 18:00 Patrekur Jóhannesson er að taka við liðinu sem hann hóf ferilinn með. MYND/STÖÐ 2 SPORT Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. Unglingaakademían á Selfossi á sinn þátt í að búa til afar færa landsliðs- og atvinnumenn á síðustu árum og undir stjórn Patreks Jóhannessonar fögnuðu Selfyssingar Íslandsmeistaratitli í handbolta í fyrsta sinn í fyrra. Patrekur stýrði Skjern í Danmörku í vetur en er svo kominn í brúna hjá sínu uppeldisfélagi. „Þegar ég ákvað að koma í Garðabæinn þá langaði mig, eftir að hafa verið á Selfossi að vinna með handboltaakademíu, að koma því á í Garðabænum. Síðustu mánuði hef ég því verið í samskiptum við hið góða fólk hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, um hvort það væri möguleiki að koma þessu í gang,“ segir Patrekur í Sportinu í dag. Frábært að geta boðið upp á aukaæfingar Hann hefur verið í sambandi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara knattspyrnuliðs Stjörnunnar, og Arnar Guðjónsson þjálfara deildar- og bikarmeistaranna í körfubolta, og vill samstarf við körfuboltadeildina. „Knattspyrnudeildin hefur verið með akademíu í eitt ár og það hefur gengið vel. Eftir að ég fór að hugsa þetta betur, og ræða við Arnar körfuboltaþjálfara, þá er sú hugmynd komin að við gerum þetta saman. Það er það sem ég vona að komist í gang. Það væri frábært að geta boðið upp á aukaæfingar eins og við gerðum á Selfossi því ég veit að það skilar sér. Það er það sem ég hef verið að vinna í auk þess að búa til nýtt lið,“ segir Patrekur. Þarf að hætta þessu kjaftæði Einhver kergja hefur virst á milli handboltans og körfuboltans í Stjörnunni, ekki síst varðandi húsnæðismál eftir að handknattleiksdeildin lýsti yfir að hún vildi nýta Ásgarð sem heimavöll líkt og körfuboltaliðin, en Patrekur vill að menn snúi bökum saman. „Auðvitað hef ég fylgst með umræðunni, þó að ég byrji ekki að vinna fyrr en 1. júní. Þessu þarf bara að breyta, og hætta bara þessu kjaftæði. Eftir að ég fór að hitta fólk, bæði körfuboltadeildina og Rúnar Pál frænda minn… það er eitthvað búið að vera í gangi en því þarf bara að snúa. Mér finnst frábært ef að við náum að gera þetta saman með körfunni. Það væri mjög jákvætt,“ segir Patrekur. Klippa: Sportið í dag - Patrekur vill að karfan og handboltinn vinni saman Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Dominos-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Stjarnan Tengdar fréttir Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40 Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Svona var Sportið í dag Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports fyrir umfjöllun um Pepsi Max-deild karla kynnt. 15. maí 2020 17:40
Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. 15. maí 2020 08:30