Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 16:04 Hreiðar Már Sigurðsson hefur þurft að svara fyrir ýmislegt í dómssölum undanfarinn áratug. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hrunið Dómsmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent