Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 21:00 Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að dæmi séu um það að fyrirtæki, sem sagt hafi upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Sjá einnig: Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Forseti ASÍ og forstjóri Vinnumálastofnunar lýstu efasemdum um þetta í samtali við fréttastofu í gær enda hafi hugmyndin með hlutabótaleiðinni verið sú að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Í dag hefur Vinnumálastofnun dregið nokkuð í land eftir frekari skoðun en málið hefur í dag sætt nánari skoðun af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnunar. Forstjóri Securitas, sem bauð nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp hjá fyrirtækinu að gera samkomulag um lækkað starfshlutfall á uppsagnartímanum, sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í gær að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar hjá lögfræðingum Samtaka atvinnulífsins. Funda áfram á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst líta svo á að túlka megi lögin með þeim hætti að hægt sé að fara þessa leið. „Samkvæmt orðanna hljóðan í lagatexta er það með þeim hætti og eins og ég segi, við eigum þetta uppbyggilega samtal milli Samtaka atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Halldór. Það samtal er enn í gangi og stefnt að því að funda áfram í fyrramálið. „Ég bind vonir við að það verði til lykta leitt á morgun,“ segir Halldór. Inntur eftir svörum við því hvers vegna Samtök atvinnulífsins túlki lögin á þessa leið, með tilliti til þess að hugmyndin um hlutabótaúrræðið hafi frá upphafi verið kynnt sem úrræði til að viðhalda ráðningarsambandi, svarar Halldór: „Eftir því sem að tíminn vindur fram breytast aðstæður hjá fyrirtækjum og landsmönnum öllum og þegar að þetta úrræði var í vinnslu, í sameiginlegri vinnslu SA, ASÍ og Vinnumálastofnunar, þá vil ég meina að síðan þá hefur útlitið dökknað umtalsvert og það er eðlilegt að við því sé brugðist,“ segir Halldór. „Sem dæmi, sú staða mun koma upp að fólk sem er á hlutabótaúrræði mun mögulega lenda í uppsögn vegna þess að staðan í hagkerfinu er því miður bara verri en flestir gerðu ráð fyrir. Og þegar við vorum að ræða þetta upphaflega var gert ráð fyrir, eða margir vonuðust til þess að um væri að ræða tímabundna niðursveiflu, en ég hygg að það séu fáir á þeim buxunum í dag.“ Úrræðin verði endurmetin reglulega Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í dag að til standi að framlengja úrræði stjórnvalda um hlutabótaleiðina. „En við gerum líka ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að gera einhverjar breytingar á þeirri leið út frá þeirri reynslu sem er komin á leiðina. Upphaflega markmiðið, og það hefur verið skýrt allan tímann, var að þessi leið væri fyrir launafólk í landinu fyrst og fremst og til að tryggja afkomu launafólks. Þess vegna var hún mjög opin og hún var samþykkt mjög opin á Alþingi. Þetta þarf að meta núna þegar við skoðum framkvæmd leiðarinnar,“ sagði Katrín. Halldór kveðst taka undir með forsætisráðherra hvað þetta varðar. „Þetta þarf að endurmeta með reglubundnu millibili, sér í lagi þegar tugþúsundir manna eru að fara á þetta úrræði á örskömmum tíma,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Hlutabótaleiðin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira