Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:34 Líkt og aðrar mun snyrtistofa Agnesar Óskar Guðjónsdóttur hafa verið lokuð í sex vikur þegar hún opna má aftur, Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira