Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:34 Líkt og aðrar mun snyrtistofa Agnesar Óskar Guðjónsdóttur hafa verið lokuð í sex vikur þegar hún opna má aftur, Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Sjá meira
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Sjá meira