Raftónlistartvíeykið ClubDub gaf út myndband við lagið Ég Myndi Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar.
Lagið er unnið í samstarfi við pródúserana ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Myndbandinu er leikstýrt af Tómasi Sturlusyni.
ClubDub stimpluðu sig inn í íslensku tónlistarsenuna með fersku nýbylgjurafpoppi sumarið 2018 með plötunni Juice Menu Vol. 1.
Sumarið 2019 gáfu þeir síðan út smáskífuna Tónlist sem inniheldur smelli á borð við Aquaman og Fokka Upp Klúbbnum.
Nú eru þeir komnir aftur ferskir inn í sumarið 2020 með nýtt lag og myndband. Lagið er komið út á Spotify í tveimur hlutum.