Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Bæði Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þetta ekki standast lög.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við sóttvarnarlæknir um afléttingu á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar. Tillögurnar verða væntanlega kynntar á morgun en mikilvægt þykir að aflétta þeim í hægum skrefum til þess að faraldurinn blossi ekki upp að nýju.

Þá hittum við fjölskyldu í Ásahreppi sem styttir sér stundir í samkomubanninu með gerð myndabanda sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×