Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2020 08:06 Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Raufarfellsbæirnir undir samnefndu felli sjást nær. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. „Eyjafjallajökull, hann gerði okkur grikk. En á sama tíma gerði hann okkur líka greiða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, sem var ráðherra ferðamála þegar Eyjafjallajökull gaus. „Við lentum náttúrlega þarna í miðjum heimsfréttum. Þetta varð gríðarlega mikil frétt og í raun og veru komst Ísland sem aldrei fyrr í sviðsljósið,“ segir Guðjón Arngrímsson, sem var upplýsingafulltrúi Icelandair. „Forvitni umheimsins virðist hafa verið vakin með svo hraustlegum hætti að ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik Pálsson, fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu og eigandi Hótels Rangár, um landkynningaráhrif gossins. Þau þrjú eru meðal viðmælenda í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli, en seinni þátturinn verður sýndur í kvöld. Skýr vitnisburður um stærð gossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. Sjá einnig hér: Eldgosið í Eyjafjallajökli meðal frétta áratugarins hjá Sky Meðal annarra atburða sem Sky taldi upp voru jarðskjálftinn á Haiti, drápið á Osama bin Laden, andlát Nelsons Mandela, Ebóla-faraldurinn, hryðjuverkaárásin í Bataclan-tónleikahúsinu í París, sigur Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum, fjöldamorðið við Mandalay Bay-hótelið í Las Vegas, Brexit og loftlagsmótmælin. Fyrri þátturinn um Eyjafjallajökul var sýndur á Stöð 2 síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld, á annan í páskum, kl. 18.40. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttarins: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Eyjafjallajökull, hann gerði okkur grikk. En á sama tíma gerði hann okkur líka greiða,“ segir Katrín Júlíusdóttir, sem var ráðherra ferðamála þegar Eyjafjallajökull gaus. „Við lentum náttúrlega þarna í miðjum heimsfréttum. Þetta varð gríðarlega mikil frétt og í raun og veru komst Ísland sem aldrei fyrr í sviðsljósið,“ segir Guðjón Arngrímsson, sem var upplýsingafulltrúi Icelandair. „Forvitni umheimsins virðist hafa verið vakin með svo hraustlegum hætti að ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik Pálsson, fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu og eigandi Hótels Rangár, um landkynningaráhrif gossins. Þau þrjú eru meðal viðmælenda í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur framleitt í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli, en seinni þátturinn verður sýndur í kvöld. Skýr vitnisburður um stærð gossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. Sjá einnig hér: Eldgosið í Eyjafjallajökli meðal frétta áratugarins hjá Sky Meðal annarra atburða sem Sky taldi upp voru jarðskjálftinn á Haiti, drápið á Osama bin Laden, andlát Nelsons Mandela, Ebóla-faraldurinn, hryðjuverkaárásin í Bataclan-tónleikahúsinu í París, sigur Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum, fjöldamorðið við Mandalay Bay-hótelið í Las Vegas, Brexit og loftlagsmótmælin. Fyrri þátturinn um Eyjafjallajökul var sýndur á Stöð 2 síðastliðið mánudagskvöld. Síðari þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld, á annan í páskum, kl. 18.40. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttarins:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36
Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973. 6. apríl 2020 21:42
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10