Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2020 21:00 Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga. Vísir/Jóhann K. Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. Heilbrigðisstarfsemi í nær öllum heiminum hefur tekið stakkaskiptum frá því kórónuveirufaraldurinn kom upp og er Ísland þar engin undantekning Sjúkraflutningar hafa tekið breytingum, hefðbundnum flutningum milli stofnanna hefur fækkað en flutningur Covid-smitaðra fjölgað. „Einn dag í vikunni vorum við að sinna 80 sjúkraflutningum þar af sextán til átján kórónuveiruflutningum. Á öllu landinu voru um það bil hundrað og þrjátíu flutningar þannig að þetta ver veruleg aukning,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. Nýir sjúkrabílar ólíkir þeim sem við þekkjum Til að missa ekki sjúkrabíla úr verkefnum í langan tíma vegna sótthreinsunar eftir sjúkraflutning með kórónuveirusmit hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekið í notkun þónokkra sjúkrabíla til þess að flytja Covid-smitaða. Bílarnir eru frábrugðnir þeim sjúkrabílum sem við þekkjum. Sérstakur gjörgæslusjúkrabíll tekinn í notkun „Við erum með tvo liggjandi. Annan gamlan sjúkrabíl og hinn sem var í raun bara búinn til og útbúinn í þennan liggjandi flutning. Svo erum við með mannskapsflutningabíla, það er hægt að flytja þetta fólk bara sitjandi líka,“ segir Sverrir Björn. Nýr sjúkrabíll og sá stærsti í þeirra röðum hér á landi hefur verið tekinn í notkun. Hans hlutverk er að flytja sjúklinga á gjörgæslu á milli spítala sem hafa verið þónokkrir. „Það að flytja gjörgæslusjúkling miklu stærra rýmis og miklu meira fólk sem kemur að því og þá þurfum við stærri bíl og þar af leiðandi var búinn til svona kassabíll,“ segir Sverrir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. Heilbrigðisstarfsemi í nær öllum heiminum hefur tekið stakkaskiptum frá því kórónuveirufaraldurinn kom upp og er Ísland þar engin undantekning Sjúkraflutningar hafa tekið breytingum, hefðbundnum flutningum milli stofnanna hefur fækkað en flutningur Covid-smitaðra fjölgað. „Einn dag í vikunni vorum við að sinna 80 sjúkraflutningum þar af sextán til átján kórónuveiruflutningum. Á öllu landinu voru um það bil hundrað og þrjátíu flutningar þannig að þetta ver veruleg aukning,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. Nýir sjúkrabílar ólíkir þeim sem við þekkjum Til að missa ekki sjúkrabíla úr verkefnum í langan tíma vegna sótthreinsunar eftir sjúkraflutning með kórónuveirusmit hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tekið í notkun þónokkra sjúkrabíla til þess að flytja Covid-smitaða. Bílarnir eru frábrugðnir þeim sjúkrabílum sem við þekkjum. Sérstakur gjörgæslusjúkrabíll tekinn í notkun „Við erum með tvo liggjandi. Annan gamlan sjúkrabíl og hinn sem var í raun bara búinn til og útbúinn í þennan liggjandi flutning. Svo erum við með mannskapsflutningabíla, það er hægt að flytja þetta fólk bara sitjandi líka,“ segir Sverrir Björn. Nýr sjúkrabíll og sá stærsti í þeirra röðum hér á landi hefur verið tekinn í notkun. Hans hlutverk er að flytja sjúklinga á gjörgæslu á milli spítala sem hafa verið þónokkrir. „Það að flytja gjörgæslusjúkling miklu stærra rýmis og miklu meira fólk sem kemur að því og þá þurfum við stærri bíl og þar af leiðandi var búinn til svona kassabíll,“ segir Sverrir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira