Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 14:41 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þar segir hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Upplýsingar um kröfur útgerðarfélaganna komu fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um málið sem birtar voru í gær. Fjölmiðlum voru ekki afhentar stefnur útgerðanna þar sem ríkislögmaður neitaði að afhenda þær. Úrskurðanefnd um upplýsingamál úrskurðaði þó nýlega að Kjarninn og Viðskiptablaðið skyldu fá stefnurnar afhentar en þær voru ekki búnar að berast fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. „Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn. Hann bendir einnig á í færslunni að dómur Hæstaréttar hafi ekki fjallað um að umrædd úthlutun hafi verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð. Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þar segir hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“ Upplýsingar um kröfur útgerðarfélaganna komu fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um málið sem birtar voru í gær. Fjölmiðlum voru ekki afhentar stefnur útgerðanna þar sem ríkislögmaður neitaði að afhenda þær. Úrskurðanefnd um upplýsingamál úrskurðaði þó nýlega að Kjarninn og Viðskiptablaðið skyldu fá stefnurnar afhentar en þær voru ekki búnar að berast fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. „Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn. Hann bendir einnig á í færslunni að dómur Hæstaréttar hafi ekki fjallað um að umrædd úthlutun hafi verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð.
Sjávarútvegur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn "Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2020 10:07
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu