Páskaferðalangar hvattir til að fylgjast með veðurspám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:47 Almannavarnir hafa hvatt gegn ferðalögum þessa páskana, til þess að hlífa heilbrigðiskerfinu fyrir auknu álagi. Vísir/Vilhelm Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss. Páskar Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Sjá meira
Sunnanátt verður eftir hádegi í dag, páskadag. Víða vindur á bilinu 8-15 metrar á sekúndu, en um 15-20 á norðanverður Snæfellsnesi þegar tekur að kvölda. Þau sem hyggja á ferðalög á morgun, annan í páskum, eru hvött til að fylgjast vel með veðurspám. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í dag. Þá segir að sunnanáttinni komi til með fylgja örlítil súld eða rigning á vesturlandi. Hins vegar megi búast við björtu veðri í allan dag á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn á bilinu 0 til 5 stig suðvestanmegin á landinu, en frost á bilinu 0 til 5 stig norðaustanmegin. Í nótt tekur svo að hvessa norðan- og norðvestantil á landinu. Stafar það af lægð sem fer fram hjá landinu um Grænlandssund og má gera ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu þar um slóðir í fyrramálið. Síðar um daginn hvessir einnig á Norðausturlandi. Hvassviðrinu gæti þá fylgt rigning sunnan- og vestanlands. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig, en hlýjast á Norðausturlandi. Seint annað kvöld má búast við éljum vestantil, auk þess sem kólnar lítillega. Rétt þykir að taka fram að þótt þau sem hyggi á ferðalög um páskana séu hvött til að fylgjast með veðurspám hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að halda ónauðsynlegum langferðalögum, til að mynda ferðum í sumarbústaði, í lágmarki. Er það gert með það fyrir augum að draga úr mögulegu álagi á heilbrigðiskerfið, sem nú þegar mæðir mikið á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar Covid-19 hér á landi. Hefur fólki sérstaklega verið bent á að ferðast innanhúss.
Páskar Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Sjá meira