Flugáætlun Icelandair næstu þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:22 Icelandair hefur á undanförnum vikum þurft að draga saman seglin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020 Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira