Flugáætlun Icelandair næstu þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 08:22 Icelandair hefur á undanförnum vikum þurft að draga saman seglin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020 Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Flugfélagið Icelandair birti í gær flugáætlun sína til og frá Íslandi næstu þrjár vikur. Dregið hefur verulega úr flugsamgöngum víða um heim síðustu vikur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en félagið flýgur farþegum aðeins til og frá þremur áfangastöðum. Um er að ræða borgirnar London í Bretlandi, Boston í Bandaríkjunum og Stokkhólm í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu utanríkisráðuneytisins sem birtist í gærkvöldi. Ljóst er að Icelandair hefur, líkt og mörg önnur flugfélög, þurft að gera viðamiklar breytingar á starfsemi sinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna kórónuveirunnar. Hafa mörg ríki gefið út ferðaviðvaranir eða heft ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Samkvæmt vefsíðu Icelandair byggir leiðakerfi félagsins öllu jöfnu á ferðum til 40 borga. 24 þessara borga eru í Evrópu, en 16 í Norður-Ameríku. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn í athugasemd við færsluna kemur fram að engar ferðir til eða frá Kaupmannahöfn séu á dagskrá. Fyrrgreindar flugferðir séu eina farþegaflugið sem fyrirhugað er hjá félaginu næstu þrjár vikur. Hér að neðan má sjá færslu ráðuneytisins. Uppfært klukkan 11:10Fréttastofu hefur borist ábending um að útgefin flugáætlun Icelandair er uppfærð dag frá degi vegna Covid-19 og óvissa er um þróun hennar næstu vikurnar. Farþegar sem eiga bókað flug verða upplýsitir um leið og breytingar eru gerðar á bókunum þeirra. Rétta flugáætlun er alltaf hægt að finna á vefsíðu Icelandair. Flugáætlun Icelandair til og frá næstu þrjár vikur: Boston BOS: 15., 16., 18., 23., 25., 30. apríl og 2....Posted by Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands on Saturday, 11 April 2020
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira