Hjúkrunarfræðingar náðu ekki öllum kröfum sínum í gegn Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. apríl 2020 19:00 Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska. Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska.
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54
„Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22