Stutt samdráttarskeið en hægur bati Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2020 07:00 Landsbankinn Borgartúni. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00