Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 16:00 Tryggvi og Hermann ólust upp saman í Vestmannaeyjum og léku einnig saman með landsliðinu. VÍSIR Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Sjá meira