Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:00 Tryggvi í leik með Fylki gegn Fram. vísir/anton Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum. Fylkir var síðasta félagið sem Tryggvi lék með í efstu deild en hann spilaði þar níu leiki árið 2013 og skoraði í þeim tvö mörk. Tryggvi gerði upp magnaðan feril sinn í Sportinu í kvöld hjá Ríkharði Óskari Guðnasyni sem var sýnt í gærkvöldi. „Þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég var að hegða mér og ég var ekki ánægður með hvernig þeir tækluðu ákveðna hluti. Þeir voru ekki ánægðir með hvernig lífsstíll minn var á þessum tíma, þó svo að hann hafi ekki haft þannig séð áhrif að mínu mati. Það er þó auðvitað annara að dæma,“ sagði Tryggvi. „Það sem gerði mig svolítið pirraðan var að það var ákveðið að fá mann með reynslu og keppnismann og hataði að tapa. Þa eru til milljón manns sem elska að vinna en færri sem hata að tapa. Ég er einn af þeim og Sverrir Garðarsson var líka fenginn frá FH. Líka maður sem var með fjölda titla og var sigurvegari bæði á leikjum og æfingum.“ Hann segir að einn góðan veðurdag hafi fyrrum samherjarnir úr FH og þá samherjar í Árbænum verið kallaðir inn á fund þar sem þeirra beið mikilvæg skilaboð. „Svo kemur það upp að við erum teknir á fund og beðnir um að róa okkur á æfingum. Það séu of mikil læti í okkur á æfingum og menn séu að koma kvartandi undan okkur. Maður lætur vel í sér heyra á æfingum og þetta er oft í leiðinlegum tón og ég hef heyrt það hvert sem ég fer en það er alltaf góð meining á bakvið það.“ „Maður er að reyna leiðbeina en kemur því kannski ekki rétt frá sér í hita leiks en ég átti það til að ef mér fannst ég fara yfir strikið á æfingum að ég tók menn út í horn eftir æfingu og útskýrði fyrir þeim málið. Ég gerði það vel eins vel og ég gat. Það voru læti í mér á æfingum,“ sagði þessi mikli markaskorari. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um Fylkistímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira