Páll segir ritstjóra Eyjafrétta hatast við Írisi bæjarstjóra Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 22:54 Páli er misboðið að Eyjafréttir hafi ekki birt pistil Írisar Róbertsdóttur í nýjasta tölublaðinu. Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, er undrandi á framgöngu Páls. Vísir Hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru ekki birt á vef Eyjafrétta og hefur það dregið töluverðan dilk á eftir sér. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt blaðið er Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjödæmi sem segist vera misboðið og hefur hann sagt upp áskrift sinni að blaðinu. „Ef manni misbýður eitthvað er það ákveðin tegund af meðvirkni að láta eins og ekkert sé - og segja ekki skoðun sína. Maður verður þá líka á vissan hátt samábyrgur með því sem manni mislíkar,“ skrifar Páll í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir póst sinn til ritstjóra blaðsins, Sindra Ólafssonar. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Í póstinum gagnrýnir Páll að blaðið hafi ekki birt hvatningarorð bæjarstjórans, en þau birti hún á Facebook og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þá tekur Páll það fram að aðrir Eyjamiðlar hafi birt grein Írisar sem og aðrir miðlar landsins. „Þitt mat sem ritstjóra var að þessar upplýsingar og þessi hvatning til Eyjamanna á óvissutímum ættu ekkert erindi inn í þinn miðil. Af þessu þykir mér ljóst að persónuleg óvild þín í garð bæjarstjórans hefur ráðið för og vegið þyngra en eðlileg grundvallarsjónarmið í ritstjórn. Og það sem verra er: óvildin vegur þá líka þyngra í en upplýsingaskylda miðilsins við bæjarbúa í Vestmannaeyjum - og almenn samfélagsleg ábyrgð,“ skrifar Páll. Þegar blaðamaður hafði samband við Pál sagðist hann ekki ætla tjá sig umfram það sem kemur fram í stöðuuppfærslunni á Facebook, þar sem hann segir ritstjórastefnu Eyjafrétta ekki eiga erindi við sig. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Vísir/Einar Hefur reynt að ná í Pál án árangurs Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, var verulega ósáttur við Pál þegar blaðamaður hafði samband. Hann hafi séð póstinn frá Páli sem og Facebook-færsluna, sem hann segir Pál hafa birt aðeins örfáum mínútum eftir að hann sendi póstinn – sem barst í gegnum ábendingaglugga Eyjafrétta að sögn Sindra. „Það að oddviti í kjördæminu finni sig knúinn til að tjá sig um það að héraðsmiðill hafi ekki pikkað upp Facebook-status, við erum bara einn og hálfur starfsmaður og það er ekkert hægt að sjá allt á litlum miðli,“ segir Sindri í samtali við Vísi um málið. „Ég er bara ofboðslega hissa, þetta er bara ómaklegt og kjánalegt og ofboðslega sérstök árás á sérstökum tímum á lítinn fjölmiðil.“ Sérkennileg forgangsröðun á erfiðum tímum Hann segir marga undrast á gagnrýni Páls, enda hafi grein Írisar ekki verið sérstaklega send inn til birtingar. Hann hafnar því alfarið að þarna liggi pólitískar ástæður að baki, þar sem miðillinn hafi margoft birt tilkynningar frá bæjarstjórninni að hans sögn. Þá segist Sindri reynt að hafa haft samband við Pál, án árangurs. Það sýni sig best á tímarammanum að hann hafi ekki átt að fá tækifæri til þess að svara gagnrýninni, enda hafi ekki liðið langur tími frá því að pósturinn var sendur og þar til hann var birtur á Facebook. „Mér finnst þetta ofboðslega sérkennileg forgangsröðun hjá oddvita í kjördæmi sem er að eiga við eina verstu erfiðleika sem kjördæmið hefur séð,“ segir Sindri. Hann gefur lítið fyrir ummæli Páls um að óvild í garð bæjarstjórans hafi ráðið för, það sé fjarri lagi en hann sjái ekki betur en að óvild oddvitans hafi ráðið för við birtingu póstsins á Facebook. „Þarna er talað um hatur, ég sé ekki annað að það búi hatur þarna að baki.“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, voru ekki birt á vef Eyjafrétta og hefur það dregið töluverðan dilk á eftir sér. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt blaðið er Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjödæmi sem segist vera misboðið og hefur hann sagt upp áskrift sinni að blaðinu. „Ef manni misbýður eitthvað er það ákveðin tegund af meðvirkni að láta eins og ekkert sé - og segja ekki skoðun sína. Maður verður þá líka á vissan hátt samábyrgur með því sem manni mislíkar,“ skrifar Páll í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir póst sinn til ritstjóra blaðsins, Sindra Ólafssonar. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Í póstinum gagnrýnir Páll að blaðið hafi ekki birt hvatningarorð bæjarstjórans, en þau birti hún á Facebook og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þá tekur Páll það fram að aðrir Eyjamiðlar hafi birt grein Írisar sem og aðrir miðlar landsins. „Þitt mat sem ritstjóra var að þessar upplýsingar og þessi hvatning til Eyjamanna á óvissutímum ættu ekkert erindi inn í þinn miðil. Af þessu þykir mér ljóst að persónuleg óvild þín í garð bæjarstjórans hefur ráðið för og vegið þyngra en eðlileg grundvallarsjónarmið í ritstjórn. Og það sem verra er: óvildin vegur þá líka þyngra í en upplýsingaskylda miðilsins við bæjarbúa í Vestmannaeyjum - og almenn samfélagsleg ábyrgð,“ skrifar Páll. Þegar blaðamaður hafði samband við Pál sagðist hann ekki ætla tjá sig umfram það sem kemur fram í stöðuuppfærslunni á Facebook, þar sem hann segir ritstjórastefnu Eyjafrétta ekki eiga erindi við sig. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið sem Íris Róbertsdóttir leiddi hafði sigur.Vísir/Einar Hefur reynt að ná í Pál án árangurs Sindri Ólafsson, ritstjóri blaðsins, var verulega ósáttur við Pál þegar blaðamaður hafði samband. Hann hafi séð póstinn frá Páli sem og Facebook-færsluna, sem hann segir Pál hafa birt aðeins örfáum mínútum eftir að hann sendi póstinn – sem barst í gegnum ábendingaglugga Eyjafrétta að sögn Sindra. „Það að oddviti í kjördæminu finni sig knúinn til að tjá sig um það að héraðsmiðill hafi ekki pikkað upp Facebook-status, við erum bara einn og hálfur starfsmaður og það er ekkert hægt að sjá allt á litlum miðli,“ segir Sindri í samtali við Vísi um málið. „Ég er bara ofboðslega hissa, þetta er bara ómaklegt og kjánalegt og ofboðslega sérstök árás á sérstökum tímum á lítinn fjölmiðil.“ Sérkennileg forgangsröðun á erfiðum tímum Hann segir marga undrast á gagnrýni Páls, enda hafi grein Írisar ekki verið sérstaklega send inn til birtingar. Hann hafnar því alfarið að þarna liggi pólitískar ástæður að baki, þar sem miðillinn hafi margoft birt tilkynningar frá bæjarstjórninni að hans sögn. Þá segist Sindri reynt að hafa haft samband við Pál, án árangurs. Það sýni sig best á tímarammanum að hann hafi ekki átt að fá tækifæri til þess að svara gagnrýninni, enda hafi ekki liðið langur tími frá því að pósturinn var sendur og þar til hann var birtur á Facebook. „Mér finnst þetta ofboðslega sérkennileg forgangsröðun hjá oddvita í kjördæmi sem er að eiga við eina verstu erfiðleika sem kjördæmið hefur séð,“ segir Sindri. Hann gefur lítið fyrir ummæli Páls um að óvild í garð bæjarstjórans hafi ráðið för, það sé fjarri lagi en hann sjái ekki betur en að óvild oddvitans hafi ráðið för við birtingu póstsins á Facebook. „Þarna er talað um hatur, ég sé ekki annað að það búi hatur þarna að baki.“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira