Hafa yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta síðan í lok janúar Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:30 Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu. vísir/vilhelm Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27