Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 23:00 Alma Möller, landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundi almannavarna 19. mars 2020. Júlíus Sigurjónsson Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42