Efaðist og hélt krísufundi í upphafi móts en er stoltur af sér og strákunum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn var á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira