Efaðist og hélt krísufundi í upphafi móts en er stoltur af sér og strákunum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn var á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira