Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 16:09 Landspítali helgað deild A7 í Fossvogi fyrir sjúklinga í COVID-19-einangrun. Vísir/vilhelm Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þar af eru 70 hjúkrunarfræðingar og 56 sjúkraliðar auk lækna, lyfjatækna og fólki úr öðrum fögum. Þetta sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, á upplýsingafundinum í dag. „Það er gott að eiga fólk upp á að hlaupa því að eins og við segjum þá er mesta álagið á heilbrigðiskerfið ekki komið,“ sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. Reiknað er með því að hápunktur álags í heilbrigðiskerfinu af völdum kórónuveirunnar muni birtast eftir viku til tíu daga. Fram kom í máli Ölmu að rúmlega 1.100 manns hefðu nú skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar úr 12 starfsstéttum ásamt læknanemum og hjúkrunarnemum. Alma þakkaði öllum bakvörðum fyrir sitt framlag á fundinum í dag og sagði sveitina hafa sannað gildi sitt. Á dögunum var greint frá alvarlegu ástandi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgungarvík þar sem fjöldi heimilismanna og starfsmanna er nú í einangrun eða sóttkví. Þar horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af fólki úr bakvarðasveit. Einnig hefur fjöldi starfsmanna Landspítalans þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. 103 starfsmenn spítalans eru núna í sóttkví og 19 í einangrun en talsvert hefur fækkað í báðum hópum undanfarna daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þar af eru 70 hjúkrunarfræðingar og 56 sjúkraliðar auk lækna, lyfjatækna og fólki úr öðrum fögum. Þetta sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, á upplýsingafundinum í dag. „Það er gott að eiga fólk upp á að hlaupa því að eins og við segjum þá er mesta álagið á heilbrigðiskerfið ekki komið,“ sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. Reiknað er með því að hápunktur álags í heilbrigðiskerfinu af völdum kórónuveirunnar muni birtast eftir viku til tíu daga. Fram kom í máli Ölmu að rúmlega 1.100 manns hefðu nú skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar úr 12 starfsstéttum ásamt læknanemum og hjúkrunarnemum. Alma þakkaði öllum bakvörðum fyrir sitt framlag á fundinum í dag og sagði sveitina hafa sannað gildi sitt. Á dögunum var greint frá alvarlegu ástandi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgungarvík þar sem fjöldi heimilismanna og starfsmanna er nú í einangrun eða sóttkví. Þar horfir til betri vegar eftir að liðsauki bakvarðasveitar barst frá Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Starfseminni á Bergi er nú nær alfarið sinnt af fólki úr bakvarðasveit. Einnig hefur fjöldi starfsmanna Landspítalans þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. 103 starfsmenn spítalans eru núna í sóttkví og 19 í einangrun en talsvert hefur fækkað í báðum hópum undanfarna daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira