Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira