„Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 19:00 Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór.
Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira